Chromatics – nýjir litir frá Redken

Við á Medullu notum liti frá Redken: Color Fusion, Cover Fusion, EQ shades, EQ créme. En nýjasta viðbótin frá þeim eru Redken Chromatics – litir framtíðarinnar.

Chromatics litirnir eru lyktarlausir og án ammoníaks. Þeir fara betur með hárið því ný tækni (ODS2) hefur verið notuð til að virkja litinn. ODS stendur fyrir Oil Delivery System og er það olían sem sér um að opna hárið og ýta litnum inn í það. Litirnir eru próteinmiklir og skilur hárið allt að 2x sterkara eftir lit.

Við fórum á litanámskeið hjá Redken í september sl. erum við komin með nokkra liti frá Chromatics til að prufa. Við erum búin að setja í 3 módel og hafa þeir komið rosa vel út. Við settum í þrennar ólíkar hártýpur og í öllum tilfellum huldi liturinn vel og voru 2 módel með 40-50% grátt hár. Litirnir eru ofsalega glansmiklir og fallegir.

Chromatics litirnir eru væntanlegir á næsta ári.

    

   

Color Bug

Color Bug er komið til okkar á Medullu. Þetta er nýjasta æðið í dag og er tilvalið til að breyta til í einn dag eða kvöld. Color Bug fer úr í næsta þvotti.

Color Bug krítin virkar þannig að liturinn festist í efnið sem notað er í hárið á undan. Við mælum með að nota leir eða krem t.d. Craft Clay frá Sebastian eða Texture Refine frá Sassoon. Einnig er hægt að nota mýkri efni eins og Align eða Sheer Straight frá Redken. Með því að nota einhver af þessum efnum verður litur meira áberandi og sterkari. Til að fá mildari lit er tilvalið að nota hárlakk í þeim stífleika sem hentar best fyrir hverja hártýpu fyrir sig. Eftir að efni hefur verið sett í hárið er Color Bug krítinni nuddað í hárið þar til að liturinn er orðinn eins og óskað er eftir. Hárið látið bíða í smá stund og til að forðast smit er gott að setja létt hárlakk yfir.

Fyrir þá sem eru mikið ljóshærðar og með opið hár verða að setja leave-in næringu á undan.

Hairmaker

Medulla fór nýlega á kynningu á efninu Hairmaker, en það er efnalína sérhönnuð fyrir þá sem vilja fá meiri fyllingu í hárið. Efnið getur gert hárið allt að 8 sinnum þykkara, án gervi- og aukaefna, og óhætt er að nota efnið daglega. Þetta eru þrjú mismunandi efni sem vinna saman:

  • BUILD – Er borið í þar sem hárið er þynnra og þarfnast aukinnar fyllingar
  • FIX – Hairmaker Fix er notað til að móta hárið og festa BUILD í hárinu fyrir daginn
  • WASH – Er notað eftir daginn til að undirbúa hárið fyrir nýjan Hairmaker dag

Byrjunarpakkinn er á kr 13.200 og hægt er að velja um 5 mismunandi liti.

Tangle Teezer

Tangle Teezer

Medulla hefur hafið sölu á hinum vinsæla Tangle Teezer hárbursta. Hann er einstakur í því að greiða úr hárflækjum án þess að reita, skemma eða toga í hárið. Tangle Teezer er frábær fyrir allar hárgerðir og hvort sem að hárið er þurrt eða blautt.

Eiginleikar:

  • Frábær bursti fyrir alla, sérstaklega börn og gervihár (hárlengingar).
  • Fullkomin bursti hvort sem að hárið er blautt eða þurrt.
  • Fallegir litir og flækjulaust hár.

Burstinn fæst í nokkrum litum og kostar kr 3.880.