Í tilefni dömulegra dekurdaga tókum við þátt í Extreme makeover.
Þar skráðu sig fullt af flottum konum, mæðgur, systur , vinkonur.
Dregið var út og þær systur Ingibjörg og Birna voru svo heppnar að vera dregnar.
Dömurnar byrjuðu á því að koma til okkar í Litun og klippingu.
Þar sem Hafdís tók að sér að breyta Ingibjörgu og Þóra breytti Birnu
Hér er Ingibjörg fyrir breytingu
Það var sko mikið stuð hjá okkur 🙂 ný búnar að vera í viðtali hjá N4
Ingibjörg var klippt alveg stutt í hnakka með flottan bob fíling þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan
Ingibjörg er alveg pottþétt kopartýpa og því notuðum við sterkan kopar í allt hárið en á hliðar og part af topp notuðum við nýja tækni sem Hafdís og Hulda lærðu í London í september , þar sem aðeins endarnir eru litaðir aðeins ljósari með V aðferð og kemur því út eins og smá hreyfing í hárið.
Ótrúlega smart og einfalt.
Einnig getur hún breytt skiptingu eftir hvort hún vill vera dekkri yfir og ljós undir eða ljós yfir og dökk undir.
Birna var klippt axlasítt og tjásuð vel til að opna við andlitið og settar styttur til að fá betri lyftingu.
Fade litatækni var notuð í Birnu þar sem hún er dekkri við rót og útlínur, fer svo smám saman ljósara út í enda. Svipað og Ombre en mun mildari og eðlilegri.
Þetta var einnig eitthvað sem Hafdís og Hulda sáu mikið á námskeiðinu í London.
Hér er Ingibjörg okkar tilbúin , og nú er bara senda hana í andlitsbað og lit og plokk á Aqua spa
Hér er Birna okkar tilbúin. Þá er bara bíða og sjá hvað þær verðar flottar í nýjum fötum frá Centro og Imperial 🙂
Hér eru skvísurnar komnar , nýbúnar í viðtali hjá N4 þar sem Hafdís okkar greiddi þeim og Huld frá Jöru farðaði.
Í lokin kíktu þær á Glerártorg og stigu á svið með Siggu Kling.
Takk kærlega fyrir okkur, það er sko ekkert smá gaman að fá að taka þátt og breyta þessum stelpum.