Ýtið á myndina til að fara á instagrammið okkar
Sebastian
Í ár er Penetrait sjampo og næring í pakka á tilboði hjá okkur í fallegum jólakassa.
Penetrait línan hentar einstaklega vel efnaunnu hári sem er þurrt og skemmt. Þessi lína gefur góðan raka og verndar hárið.
SP Lux oil
Sp Lux oil er æðisleg lína sem kom til okkar fyrst fyrir rúmum 5 árum hún er æðisleg og rík af argan olíu. Lyktin af olíunni er æðisleg og þessi vörulína hentar öllum hártegunum.
Í jólakassanum er sjampo og næring og því fylgir olía í ferðaglasi.
Í ár eru jólapakkarnir svipaðir og í fyrra þar sem sápan sem fylgdi með var svo brjálaðslega vinsæl.
Repair:
Er viðgerðarlína sem styrkir hárið. Hentar vel í skemmt og efnaunnið hár.
Heal:
Er einstaklega góð lína fyrir þá sem eru að glíma við hársvarðarvandamál eins og flösu, psoriasis í hársverði og fleira. Þessi lína vinnur vel á vandamálunum er bólgueiðandi , hjálpar við hárvöxt.
Soft:
Gerir hárið silkimjúkt og glansandi hentar öllum hártegundum.
Volume:
Er lína sem gefur góða lyftingu, góð fyrir fíngert hár.
Silver:
Blátt sjampo sem eyðir óæskilegum gulum undirtónum í hárinu. Hentar vel í ljóshærðar sem vilja halda köldum blæ í hárinu og hentar einnig dökku hári til að taka burt orange tóna.
Color:
Viðheldur litnum og gefur hárinu góðan glans. Hentar vel í litað hár.
Einnig var að koma nýtt í jólapakkana ef þú kaupir Heal eða Soft maska þá fylgir fallegt kerti með frá Maria Nila.
Í ár fáum við glæsilegan jólapakka frá Redken.
Þú kaupir sjampo og næringu og færð djúpnæringarmaska frítt með.
En í jólapakkann er hægt að fá
Allsoft:
Sem er virkilega góð og rakagefandi lína.
Color Extend:
Súlfatfrí lína hentar í litað hár og viðheldur litnum.
Extreme:
Viðgerðlar lína sem er mjög rík af próteinum hentar vel í hár sem er viðkvæmt, efnaunnið brotið hár.
Frizz Dismiss:
Eins og nafn línunnar gefur til kynna þá er þetta antifrizz lína sem hemur hárið og gefur því góðan glans og góðan raka.
Í jólapakkanum frá Redken er einnig herrapakki og í honum er herrasjampo úr nýju herra línu Redken sem kom fyrr á árinu ásamt Work hard paste mótunarefni.
Já við vitum sko alveg að það getur verið erfitt að finna jólagjöf handa elskunni 🙂
Hér eru frábærar gjafir fyrir bæði hann og hana 🙂
Tilboðspakki frá Sebastian
1. Penetraitt shampo og næring ásamt leave-in næringunni Potion 9
frábær þrenna fyrir efnaunnið hár
2. Trilliance shampo og næring ásamt shine saker glans spreyi
gefur flottan glans
3. Volupt shampo og næring ásamt thickening foam
frábært til að gefa fyllingu og lyftingu í fíngert hár
2.
Gullið okkar 🙂 SP Luxe línan frá wella er æðisleg og ilmar ekkert smá vel:)
Vinsælasta Olían okkar, maski og shampo á frábæru tilboðs verði! klikkar ekki 🙂
3.
Einstaklega vel vönduð herralína frá Redken
Clean brew shampo Undirstaðan í sjampóinu er appelsínubörkur, malt og ölger
Stand tough gott sterkt gel. Og með fylgir flott herrataska.
4.
Matrix parið shampo og næring saman í pakka á 4.400-
Amplify : fyrir allar gerðir
Sleek look: rakagefandi , gefur góða næringu sérstaklega góð fyrir efnaunnið hár
Color Care: fyrir litað hár
Curl: fyrir krullurnar 🙂
1. Body full shampo og næring ásamt Thickening lotion 06. Gefur góða fyllingu og loft.
Frábært í fíngert hár
2. Nýja Diamond línan fyrir fíngert hár shampo og næring ásamt glans spreyi. Gefur fíngerðu hári
ótrúlega flottan glans og góða lyftingu. (uppseld)
3. Color extend shampo og næring verndar litinn í hárinu ásamt Pure force 20 hárlakk.
6.
Að sjálfsögðu erum við með gjafabréf fyrr þá sem geta ekki valið 🙂
Gjafabréfið er hægt að nota bæði fyrir vörur og þjónustu.
Gleðileg Jól!
Kveðjur frá Medullu skvísunum
HVERNIG VIRKAR CUSTOM-TONES NÆRINGIN?
FYRSTA NOTKUN (opnun á brúsanum-efnin stillt saman):
Nú er búið að stilla bæði efnin saman og næringin tilbúin til notkunar.
LITAMAGN Í LÁGMARKI –NOTIST:
• Fyrstu 2 vikurnar
• Til að viðhalda ef tónninn er réttur
MIÐLUNGS LITAMAGN- NOTIST:
• 3-4 vikum eftir litun
• Þegar litur hefur aðeins dofnað eftir sól
eða sund
LITAMAGN Í HÁMARKI:
• 5-6 vikum eftir litun
• Þegar liturinn hefur fengið gullin tón eða vantar dýpt eftir mikla sól eða sund
—————————–
Blonde Idol kemur bæði fyrir gylltar og kaldar ljóskur.
Blonde Idol línan í heild sinni
Eins og sjá má er einnig til Shampo fyrir ljóst hár, Djúpnæringarmaski og Leave-In næring.
10 Oktober síðastliðinn hélt Meistarafélag hársnyrtisveina á norðurlandi hársýningu ásamt
nemendum á 3. önn í VMA og eftirtöldum stofum:
í samstarfi við
Sýningin var haldin í minningu Kjartans Einars Hafsteinssonar sem hefði orðið fertugur á árinu.
Um 50 módel tóku þátt bæði strákar og stelpur.
Hér eru nokkrar myndir af sýningunni og undirbúning sýningannar:
Fyrirmynd af módelinu hennar Maggýar ( þriðja annar nema)
Sigga kling var kynnir kvöldsins
Ingibjörg móðir Kjartans hafði ekki hugmynd um að þessi sýning væri og því komu dæturnar henni á óvart , stálu af henni dagskránni sem innihélt auglýsingu um viðburðinn og dróu hana með sér á Glerártorg þar sem hár og tískusýningin var haldin. Og það kom því henni verulega á óvart að sjá mynd af Kjartani upp á vegg.
Hafdís frænka Kjartans tók 2 lög á sýningunni ásamt litlu hljómsveitinni sinni.
Fyrra lagið var Haleluja sem var uppáhalds lag Kjarra , seinna lagið var lag sem hljómsveitin tók á Nótunni 2014 (uppskeruhátið tónlistarskólanna)
Hér er módelið hennar Ólöfar (þriðja annar nema)
þessar fallegu mæðgur voru einnig módel hjá okkur 🙂 Rut og Telma 😉
Í lokin viljum við þakka hársnyrtistofunum sem tóku þátt. Dóra í Imperial og öllu hans starfsfólki. Siggu Kling sem var kynnir kvöldsins. Lindu og Dabba Rún frá Viðburðarstofunni og Davíð Inga fyrir hans framlag. Ekki má gleyma nemendum á 3 önn í VMA og öllum módelunum. Hljómsveitartríóinu þar sem Hafdís , Brynjar og Hjörtur spiluðu ljúfa tóna. Síðast en ekki síst þeim sem komu og nutu 🙂
Takk fyrir okkur 🙂
Í tilefni dömulegra dekurdaga tókum við þátt í Extreme makeover.
Þar skráðu sig fullt af flottum konum, mæðgur, systur , vinkonur.
Dregið var út og þær systur Ingibjörg og Birna voru svo heppnar að vera dregnar.
Dömurnar byrjuðu á því að koma til okkar í Litun og klippingu.
Þar sem Hafdís tók að sér að breyta Ingibjörgu og Þóra breytti Birnu
Hér er Ingibjörg fyrir breytingu
Það var sko mikið stuð hjá okkur 🙂 ný búnar að vera í viðtali hjá N4
Ingibjörg var klippt alveg stutt í hnakka með flottan bob fíling þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan
Ingibjörg er alveg pottþétt kopartýpa og því notuðum við sterkan kopar í allt hárið en á hliðar og part af topp notuðum við nýja tækni sem Hafdís og Hulda lærðu í London í september , þar sem aðeins endarnir eru litaðir aðeins ljósari með V aðferð og kemur því út eins og smá hreyfing í hárið.
Ótrúlega smart og einfalt.
Einnig getur hún breytt skiptingu eftir hvort hún vill vera dekkri yfir og ljós undir eða ljós yfir og dökk undir.
Birna var klippt axlasítt og tjásuð vel til að opna við andlitið og settar styttur til að fá betri lyftingu.
Fade litatækni var notuð í Birnu þar sem hún er dekkri við rót og útlínur, fer svo smám saman ljósara út í enda. Svipað og Ombre en mun mildari og eðlilegri.
Þetta var einnig eitthvað sem Hafdís og Hulda sáu mikið á námskeiðinu í London.
Hér er Ingibjörg okkar tilbúin , og nú er bara senda hana í andlitsbað og lit og plokk á Aqua spa
Hér er Birna okkar tilbúin. Þá er bara bíða og sjá hvað þær verðar flottar í nýjum fötum frá Centro og Imperial 🙂
Hér eru skvísurnar komnar , nýbúnar í viðtali hjá N4 þar sem Hafdís okkar greiddi þeim og Huld frá Jöru farðaði.
Í lokin kíktu þær á Glerártorg og stigu á svið með Siggu Kling.
Takk kærlega fyrir okkur, það er sko ekkert smá gaman að fá að taka þátt og breyta þessum stelpum.
Color WoW er það heitasta hjá okkur í dag ! 🙂
Color WoW er hárskuggi fyrir þær sem vilja redda sér milli litanna.
Hárskugginn er borin í rótina með meðfylgjandi bursta og aðeins sett þar sem sést mest í rótina eins og í skiptingu og við andlit.
Color WoW fæst í 6 mismunandi litu sem ætti því að henta öllum , Þvæst úr í næsta þvotti og helst vel á allan daginn.
Hárskugginn þekur grá hár og lýsir dökka rót.
Color WoW er því alveg ómissandi í töskuna.
hér fylgir smá myndband með svo þið sjáið hvernig þetta virkar 🙂
Þá er fermingarstússið búið og tilvalið að setja inn myndir af þessum fallegu fermingarstelpum sem við greiddum í vor.
Krullur eru enn inn eins og í fyrra en mis miklar sumar með mjög miklar og aðrar með fallega liði.
Mikið var um hárskraut og þá sérstaklega hárbönd 🙂
Hér var hárið túberað og gert fallega hæð, lokkarnir eru svo krossaðir yfir hvorn annan og brjóta fallega upp á greiðsluna.
Hún er með mjúka meðalstóra liði og til að toppa er sett smá skraut.
Birta okkar var með mikla liði og notuðum við Bylgjujárnið góða frá Diva.
Hristi svo vel í krullunum svo þær falli vel saman því næst tek ég 2 lokka sitthvoru megin við skiptingu og flétta þá bara venjulega (ekki fasta)
sný þeim svo saman og tosa þær út og festi eins og ég vil fá þær út svo þar snúist flott upp á hvor aðra.
Birta er með falleg lítil blóm inní fléttunni sinni, best er að nota lítil blóm þegar verið er að gera svona litla fléttu svo hún fái nú að njóta sín 🙂
Glóey er með með meðalstóra liti sem ég dreg svoldið úr með því að tosa aðeins í hárið.
Einnig er hún með fallegt skraut sem hún kom með sem eru blómaspennur sem hún festi á band ótrúlega fallegt og sumarlegt 🙂
Waterfall fléttan klikkar aldrei! Heba okkar er með waterfall fléttu og smáa liði sem ég dró aðeins úr.
Og punkturinn yfir i-ið er auðvitað smá blóm í hárið til að lífga upp á greiðsluna 🙂
Sólbjört okkar vissi alveg hvað hún vildi! Kom með síða þykka hárið sitt , það er ekki leiðinlegt að greiða þessari stúlku.
En hún vildi fá slaufu ásamt því að fá fallega liði í hárið. Slaufan er flott og gerir greiðsluna einstaka.
Sigríður okkar vildi fá mikla liði sem er mjög smart í stíl við blómahárskrautið sem hún gerði sjálf!
Klárar þessar stelpur 😉
Helga Kristín kom í gullfallegum kjól og við vorum alveg dolfallnar yfir þessum fallega kjól
En Helga er með snúningsfléttu sitthvoru megin við skiptingu og nokkra skrautsteina þar sem flétturnar koma saman.
Svo er hún krulluð með meðalstóru járni og er því með fallega mjúka liði.
Svala er með waterfall fléttu sem sameinast við snúningsfléttu, einnig er hún með fallega stóra liði.
Ein skvísa bættist í hópin til okkar í ágúst, með fallega stóra liði og einfalda fléttu yfir.
Þá eru myndirnar af fermingarstelpunum okkar komnar
en ekki má gleyma mömmunum þær verða jú líka að vera gellur.
lág tögl eru mikið inn núna og ennþá flottari ef þau eru lífleg eins og þetta tagl. Hárið er túberað til að gera meiri hæð og krullað til að fá fallega hreyfingu.
Ekki gleyma að fela teygjuna með lokk af hári 🙂
Takk fyrir mig
Hafdís Þ