10 Oktober síðastliðinn hélt Meistarafélag hársnyrtisveina á norðurlandi hársýningu ásamt
nemendum á 3. önn í VMA og eftirtöldum stofum:
í samstarfi við
Sýningin var haldin í minningu Kjartans Einars Hafsteinssonar sem hefði orðið fertugur á árinu.
Um 50 módel tóku þátt bæði strákar og stelpur.
Hér eru nokkrar myndir af sýningunni og undirbúning sýningannar:
Fyrirmynd af módelinu hennar Maggýar ( þriðja annar nema)
Sigga kling var kynnir kvöldsins
Ingibjörg móðir Kjartans hafði ekki hugmynd um að þessi sýning væri og því komu dæturnar henni á óvart , stálu af henni dagskránni sem innihélt auglýsingu um viðburðinn og dróu hana með sér á Glerártorg þar sem hár og tískusýningin var haldin. Og það kom því henni verulega á óvart að sjá mynd af Kjartani upp á vegg.
Hafdís frænka Kjartans tók 2 lög á sýningunni ásamt litlu hljómsveitinni sinni.
Fyrra lagið var Haleluja sem var uppáhalds lag Kjarra , seinna lagið var lag sem hljómsveitin tók á Nótunni 2014 (uppskeruhátið tónlistarskólanna)
Hér er módelið hennar Ólöfar (þriðja annar nema)
þessar fallegu mæðgur voru einnig módel hjá okkur 🙂 Rut og Telma 😉
Í lokin viljum við þakka hársnyrtistofunum sem tóku þátt. Dóra í Imperial og öllu hans starfsfólki. Siggu Kling sem var kynnir kvöldsins. Lindu og Dabba Rún frá Viðburðarstofunni og Davíð Inga fyrir hans framlag. Ekki má gleyma nemendum á 3 önn í VMA og öllum módelunum. Hljómsveitartríóinu þar sem Hafdís , Brynjar og Hjörtur spiluðu ljúfa tóna. Síðast en ekki síst þeim sem komu og nutu 🙂
Takk fyrir okkur 🙂