Hársýning

10 Oktober síðastliðinn hélt Meistarafélag hársnyrtisveina á norðurlandi hársýningu ásamt
nemendum á 3. önn í VMA og eftirtöldum stofum:

Screenshot 2014-10-21 11.37.46
í samstarfi við
Screenshot 2014-10-21 11.40.38

Sýningin var haldin í minningu Kjartans Einars Hafsteinssonar sem hefði orðið fertugur á árinu.
Um 50 módel tóku þátt bæði strákar og stelpur.

Hér eru nokkrar myndir af sýningunni og undirbúning sýningannar:

IMG_0998 IMG_0999 IMG_1001
Saga okkar með fade litatækni

IMG_2377
Fyrirmynd af módelinu hennar Maggýar ( þriðja annar nema)

IMG_2380IMG_2381 IMG_2383
IMG_2384 IMG_2386
eftir mynd

IMG_238820141010_201423
Sigga kling var kynnir kvöldsins

20141010_201902
Ingibjörg móðir Kjartans hafði ekki hugmynd um að þessi sýning væri og því komu dæturnar henni á óvart , stálu af henni dagskránni sem innihélt auglýsingu um viðburðinn og dróu hana með sér á Glerártorg þar sem hár og tískusýningin var haldin. Og það kom því henni verulega á óvart að sjá mynd af Kjartani upp á vegg.

20141010_200536
20141010_211026  20141010_211100 syningbryndis syningbryndis2 Bryndis3 thumbnail1413286236333
thumbnail1413286221514 20141010_211043
Hafdís frænka Kjartans tók 2 lög á sýningunni ásamt litlu hljómsveitinni sinni.
Fyrra lagið var Haleluja sem var uppáhalds lag Kjarra , seinna lagið var lag sem hljómsveitin tók á Nótunni 2014 (uppskeruhátið tónlistarskólanna)
image-2 imageimage-1image-3
Hér er módelið hennar Ólöfar (þriðja annar nema)

syningbryndis syningbryndis2
syningtelmaogrut
þessar fallegu mæðgur voru einnig módel hjá okkur 🙂 Rut og Telma 😉

Í lokin viljum við þakka hársnyrtistofunum sem tóku þátt. Dóra í Imperial og öllu hans starfsfólki. Siggu Kling sem var kynnir kvöldsins. Lindu og Dabba Rún frá Viðburðarstofunni og Davíð Inga fyrir hans framlag. Ekki má gleyma nemendum á 3 önn í VMA og öllum módelunum. Hljómsveitartríóinu þar sem Hafdís , Brynjar og Hjörtur spiluðu ljúfa tóna. Síðast en ekki síst þeim sem komu og nutu 🙂
skvísuratorgi (1)
Takk fyrir okkur 🙂

Breytt útlit

Í tilefni dömulegra dekurdaga tókum við þátt í Extreme makeover.

Þar skráðu sig fullt af flottum konum, mæðgur, systur , vinkonur.
Dregið var út og þær systur Ingibjörg og Birna voru svo heppnar að vera dregnar.

Dömurnar byrjuðu á því að koma til okkar í Litun og klippingu.

Þar sem Hafdís tók að sér að breyta Ingibjörgu og Þóra breytti Birnu

IMG_2357IMG_2356IMG_2358
Hér er Ingibjörg fyrir breytingu

IMG_2361 IMG_2360 IMG_2359
Hér er Birna fyrir breytingu

IMG_2363 Það var sko mikið stuð hjá okkur 🙂 ný búnar að vera í viðtali hjá N4

IMG_2365
Ingibjörg var klippt alveg stutt í hnakka með flottan bob fíling þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan
Ingibjörg er alveg pottþétt kopartýpa og því notuðum við sterkan kopar í allt hárið en á hliðar og part af topp notuðum við nýja tækni sem Hafdís og Hulda lærðu í London í september , þar sem aðeins endarnir eru litaðir aðeins ljósari með V aðferð og kemur því út eins og smá hreyfing í hárið.
Ótrúlega smart og einfalt.
Einnig getur hún breytt skiptingu eftir hvort hún vill vera dekkri yfir og ljós undir eða ljós yfir og dökk undir.

IMG_2367 IMG_2366
Birna var klippt axlasítt og tjásuð vel til að opna við andlitið og settar styttur til að fá betri lyftingu.
Fade litatækni var notuð í Birnu þar sem hún er dekkri við rót og útlínur, fer svo smám saman ljósara út í enda. Svipað og Ombre en mun mildari og eðlilegri.
Þetta var einnig eitthvað sem Hafdís og Hulda sáu mikið á námskeiðinu í London.

IMG_2376 IMG_2375 IMG_2374 IMG_2373
Hér er Ingibjörg okkar tilbúin , og nú er bara senda hana í andlitsbað og lit og plokk á Aqua spa

IMG_2370 IMG_2368 IMG_2369
Hér er Birna okkar tilbúin. Þá er bara bíða og sjá hvað þær verðar flottar í nýjum fötum frá Centro og Imperial 🙂

Ingaogbirna2 ingaogbirna
Hér eru skvísurnar komnar , nýbúnar í viðtali hjá N4 þar sem Hafdís okkar greiddi þeim og Huld frá Jöru farðaði.

BirnaogIngibjörg
Í lokin kíktu þær á Glerártorg og stigu á svið með Siggu Kling.

Takk kærlega fyrir okkur, það er sko ekkert smá gaman að fá að taka þátt og breyta þessum stelpum.

Fermingargreiðslurnar í ár

Þá er fermingarstússið búið og tilvalið að setja inn myndir af þessum fallegu fermingarstelpum sem við greiddum í vor.
Krullur eru enn inn eins og í fyrra en mis miklar sumar með mjög miklar og aðrar með fallega liði.
Mikið var um hárskraut og þá sérstaklega hárbönd 🙂

fermingarstelpa3 fermingarstelpa2

fermingarstelpa fermingarstelpa4

fermingarstelpa5
Hér var hárið túberað og gert fallega hæð, lokkarnir eru svo krossaðir yfir hvorn annan og brjóta fallega upp á greiðsluna.
Hún er með mjúka meðalstóra liði og til að toppa er sett smá skraut.

birtaferming3fermingbirta2 fermingbirta
Birta okkar var með mikla liði og notuðum við Bylgjujárnið góða frá Diva.
Hristi svo vel í krullunum svo þær falli vel saman því næst tek ég 2 lokka sitthvoru megin við skiptingu og flétta þá bara venjulega (ekki fasta)
sný þeim svo saman og tosa þær út og festi eins og ég vil fá þær út svo þar snúist flott upp á hvor aðra.
Birta er með falleg lítil blóm inní fléttunni sinni, best er að nota lítil blóm þegar verið er að gera svona litla fléttu svo hún fái nú að njóta sín 🙂

Glóeyferming Glóeyferming4
glóeyferming3 glóeyferming1
Glóey er með með meðalstóra liti sem ég dreg svoldið úr með því að tosa aðeins í hárið.
Einnig er hún með fallegt skraut sem hún kom með sem eru blómaspennur sem hún festi á band ótrúlega fallegt og sumarlegt 🙂

hebaferming3 hebaferming2 Hebaferming
Waterfall fléttan klikkar aldrei! Heba okkar er með waterfall fléttu og smáa liði sem ég dró aðeins úr.
Og punkturinn yfir i-ið er auðvitað smá blóm í hárið til að lífga upp á greiðsluna 🙂

Sólbjörtferming sólbjörtferming4

sólbjörtferming3 Sólbjörtferming2
Sólbjört okkar vissi alveg hvað hún vildi! Kom með síða þykka hárið sitt , það er ekki leiðinlegt að greiða þessari stúlku.
En hún vildi fá slaufu ásamt því að fá fallega liði í hárið. Slaufan er flott og gerir greiðsluna einstaka.

sigríðurferming2 Sigríðurferming
Sigriðurferming3 sigridurferming4
Sigríður okkar vildi fá mikla liði sem er mjög smart í stíl við blómahárskrautið sem hún gerði sjálf!
Klárar þessar stelpur 😉

helgakristinferming5 helgakristinferming4
helgakristinferming3 helgakristinferming2 helgakristinferming
Helga Kristín kom í gullfallegum kjól og við vorum alveg dolfallnar yfir þessum fallega kjól
En Helga er með snúningsfléttu sitthvoru megin við skiptingu og nokkra skrautsteina þar sem flétturnar koma saman.
Svo er hún krulluð með meðalstóru járni og er því með fallega mjúka liði.

svalaferming svalaferming2 svalaferming3

Svala er með waterfall fléttu sem sameinast við snúningsfléttu, einnig er hún með fallega stóra liði.

fermingarstelpa fermingarstelpa2
Ein skvísa bættist í hópin til okkar í ágúst, með fallega stóra liði og einfalda fléttu yfir.

Þá eru myndirnar af fermingarstelpunum okkar komnar

en ekki má gleyma mömmunum þær verða jú líka að vera gellur.

móðirferming3 móðirferming2 móðirferming
lág tögl eru mikið inn núna og ennþá flottari ef þau eru lífleg eins og þetta tagl. Hárið er túberað til að gera meiri hæð og krullað til að fá fallega hreyfingu.
Ekki gleyma að fela teygjuna með lokk af hári 🙂

Takk fyrir mig

Hafdís Þ

Fermingagreiðslur

Nú er þessi skemmtilegi fermingartími komin og nú þurfa táningar að ákveða hvernig hárið á sér á að vera. Til að létta aðeins á fermingarbörnum sem eiga erfitt með að finna réttu greiðsluna þá er ég með nokkrar hugmyndir handa ykkur hér.

Þar sem við tókum þátt í að greiða fyrir tískusýningu sem var sýnd á fermingardögum hjá Blómavali fannst mér tilvalið að setja inn myndir frá því.

ferming1
hér eru 4 af módelunum okkar glæsileg

71479_642449629124164_814780962_n1610105_601327983289611_676999232_n

Skemmtileg og einföld einföld greiðsla.

1779117_642449652457495_639144933_n1779123_601328186622924_442009645_n

Stór flottur laus snúður er líka alltaf klassískur ef maður vill hafa hárið allt upp.

1623615_642449775790816_1718228315_n1016418_601328056622937_1209401347_n
Bylgjur og flétta

1800232_642449369124190_2066955970_n64648_601327879956288_1377364817_n

Fiskiflétta og liðir, hliðargreiðsla

1621709_642449459124181_1864993126_n1017645_601327953289614_1697657813_n

Mjúkar og stórar Hollywood krullur með fléttu

en auðvitað er hægt að finna ennþá fleiri hugmyndir… hérna eru nokkrar myndir sem mér leist vel á 🙂

 

8be3707abc281cb02a3c84bc712e5bf1 600x600_1296066281653-HairStyles0045

1000x660
braided-half-up-half-down_thumb

cute-braided-hairstyles

ferm1 fermingagreiðslabirta

Fermingargreiðsla

highlight-braided-and-half-up-and-half-down-hairstyle-with-brown-ombre-human-hair-extensions

il_224xN.436621196_638q

kristen-stewart-braid

 

large Latest  Hairstyles Collection 2012 For Girls 10

maxresdefault New-Year-Stylish-Hair-Style-2014-For-Teen-Girls

side-hairstyles-for-prom-with-braid-kpu6zqez taylor-swift-cmt-def

tiffany-hines-long-barrel-curls-hairstyle-becomegorgeous

Diva Bylgju/krullu járn

Mig langar svo að segja frá uppáhalds járninu mínu þessa dagana 🙂

Diva Bylgju járnið!

1470241_554814734607603_831285309_n

Þetta járn er bæði bylgju og krullujárn.
Ég set myndband neðst svo þið fáið smá hugmynd hvernig það er notað en fyrst ætla ég að sýna nokkrar flottar myndir þar sem notað er bylgjujárnið 🙂

248255_147296775343740_4549581_n

Þessi skvísa er með villtar bylgjur, allt hárið er bylgjað, hrist og greitt með fingrunum og túberað í lokin til að fá villta lookið 🙂

3cb06fdaf1f24c641de11633ba852c19
Vinkona mín Dianna Argon er gullfalleg með bylgjur. Hér hefur verið túberað rótin til að fá góða lyftingu eða blásið vel með stórum rúllubursta. Því næst hárið bylgjað mjúklega með því að klemma járninu lauslega 🙂 Næst er það greitt með fingrum eða mjög grófri greiðu. Gott er að nota olíu í lokinn til að fá meiri glans!

3594-kelly-brook-was-photographed-at-the-592x0-1
Þessi gullfallega stúlka notar sömu tækni og Dianna nema það er greitt vel í gegn með bursta (mæli með Tangle teezer) og dregið aðeins með olíu (t.d Luxe oil frá Wella pro)

Beyonce performs at Madison Square Garden in New York
Besta vinkona mín Beyonce með miðlungsstórar bylgjur. Þar er byrjað á því að fara mjúklega með bylgjujárnið við rótina 5-10 cm frá rót líka til að forðast að fá ekki of skarpa línu við rót. Svo er klemmt vel svo bylgjurnar verði enn meira áberandi og flottar. Hárið er hrist með fingrunum og notað smá hárkrem (t.d taming frá sebastian) og vola 🙂

alice_in_wonderland14
Lísa í Undralandi er með sömu aðferð og Beyonce bara grófara Bylgjujárn

1381422_556661001073980_748666784_n
Það er einnig hægt að gera rosa flottar greiðslur úr svona bylgjum hér er ein gullfalleg með mjúkar bylgjur

Í lokin ætla ég að láta fylgja myndband með þessu frábæra tæki. Ekki gleyma að nota góða hitavörn! 🙂

https://www.youtube.com/watch?v=CCxcuHJahmY

Fermingargreiðslur 2012


“Nokkrar hugmyndir af fermingargreiðslum. Mikið um liði í öllum stærðum og gerðum. Einnig eru fléttur og vafningar vinsælir.”

From Fermingargreiðslur 2012, posted by on 4/06/2012 (31 items)

Generated by Facebook Photo Fetcher