Nýjar vörur frá Wella Professional

Við höfum ekki verið með vörur frá Wella Professional en við kolféllum fyrir tveimur nýjum vörum frá þeim.

Wella Professionals Oil Reflections: Það sem gerir þessa olíu svo frábæra er að hún inniheldur E vítamín, avocado olíu og macadamiufræ olíu. Hún er gerð til að draga fram þinn náttúrulega glans og lyktin er dásamleg. Oil Reflections hentar í allar hárgerðir.

System Professionals (SP) LUX Oil: Hún er meiri viðgerðarolía en Wella Reflections olían. Hárið verður allt að 10x sterkara með henni og vörnin gegn próteini hársins (keratin) er 3x meiri en í öðrum olíum. Hárið verður mjúkt og þæginlegt að eiga við. LUX olían er létt og hentar frekar í fínt og mjög efnaunnið hár.

Sjón er sögu ríkari. Ef þið viljið prufa og kynna ykkur þetta nánar þá er um að gera að kíkja við hjá okkur á Medullu.

Sjávarsaltspray frá Muk

Við á Medullu óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári.

Sjávarsalt spreyið frá MUK var að detta í hús hjá okkur. Þetta er snilldar efni í sjálfliðað hár eða permanentað hár, til að kalla fram krullurnar og gefa þeim kraft og matta áferð. Hárið verður ekki hart við sjávarsaltið en spreyjið gefur krullunum góða endingu. Það hentar bæði í blautt og þurrt hárið. Við á Medullu notum þetta mikið og hreinlega elskum það!

muk

Nýtt frá Sebastian

Trilliance línan gefur meiri glans og glæsileika en áður hefur sést. Þessi lína kemur í staðin fyrir Sebastian Light.

Trilliance línan hentar fyrir allar gerðir hárs og gefur góðan gláa. “Rock crystal” formúla er það sem einkennir línuna.

Einnig kom nýtt vax í sömu línu “Shine crafter”. Shine crafter er hægt að nota á marga vegu bæði rakt og þurrt hár sem blástursefni og mótunarvara.

Trilliance er á tilboði nú fyrir jólin. Sjampó, næring og Shine crafter á 7330, þá er sjampóið í kaupbæti.

Nýjar vörur frá Redken

Clean Brew – er nýtt herrasjampó. Það hreinsar vel hár og hársvörð. Undirstaðan í sjampóinu er appelsínubörkur, malt og ölger. Hentar í allar hártýpur.

07 Duo Shield – Nýtt blásturs efni sem er bæði krem og gel. Það verndar litinn í hárinu gefur góða fyllingu og gljáa. Til að fá bestu virknina er efnið sett í blautt hárið og blásið því það er hitinn sem virkjar efnið.

 

 

Chromatics – nýjir litir frá Redken

Við á Medullu notum liti frá Redken: Color Fusion, Cover Fusion, EQ shades, EQ créme. En nýjasta viðbótin frá þeim eru Redken Chromatics – litir framtíðarinnar.

Chromatics litirnir eru lyktarlausir og án ammoníaks. Þeir fara betur með hárið því ný tækni (ODS2) hefur verið notuð til að virkja litinn. ODS stendur fyrir Oil Delivery System og er það olían sem sér um að opna hárið og ýta litnum inn í það. Litirnir eru próteinmiklir og skilur hárið allt að 2x sterkara eftir lit.

Við fórum á litanámskeið hjá Redken í september sl. erum við komin með nokkra liti frá Chromatics til að prufa. Við erum búin að setja í 3 módel og hafa þeir komið rosa vel út. Við settum í þrennar ólíkar hártýpur og í öllum tilfellum huldi liturinn vel og voru 2 módel með 40-50% grátt hár. Litirnir eru ofsalega glansmiklir og fallegir.

Chromatics litirnir eru væntanlegir á næsta ári.

    

   

Color Bug

Color Bug er komið til okkar á Medullu. Þetta er nýjasta æðið í dag og er tilvalið til að breyta til í einn dag eða kvöld. Color Bug fer úr í næsta þvotti.

Color Bug krítin virkar þannig að liturinn festist í efnið sem notað er í hárið á undan. Við mælum með að nota leir eða krem t.d. Craft Clay frá Sebastian eða Texture Refine frá Sassoon. Einnig er hægt að nota mýkri efni eins og Align eða Sheer Straight frá Redken. Með því að nota einhver af þessum efnum verður litur meira áberandi og sterkari. Til að fá mildari lit er tilvalið að nota hárlakk í þeim stífleika sem hentar best fyrir hverja hártýpu fyrir sig. Eftir að efni hefur verið sett í hárið er Color Bug krítinni nuddað í hárið þar til að liturinn er orðinn eins og óskað er eftir. Hárið látið bíða í smá stund og til að forðast smit er gott að setja létt hárlakk yfir.

Fyrir þá sem eru mikið ljóshærðar og með opið hár verða að setja leave-in næringu á undan.

Fermingargreiðslur 2012


“Nokkrar hugmyndir af fermingargreiðslum. Mikið um liði í öllum stærðum og gerðum. Einnig eru fléttur og vafningar vinsælir.”

From Fermingargreiðslur 2012, posted by on 4/06/2012 (31 items)

Generated by Facebook Photo Fetcher


Myndir frá New York

Hulda og Helga fóru til New York á námskeið hjá Wella og Sebastian til að kynna sér nýjustu strauma og línur í hártískunni fyrir sumarið.


“Medulla fór á námskeið hjá Sebastian og kynnti sér hártískuna fyrir sumarið.”

From Námskeið í New York, posted by on 3/25/2012 (10 items)

Generated by Facebook Photo Fetcher


Hairmaker

Medulla fór nýlega á kynningu á efninu Hairmaker, en það er efnalína sérhönnuð fyrir þá sem vilja fá meiri fyllingu í hárið. Efnið getur gert hárið allt að 8 sinnum þykkara, án gervi- og aukaefna, og óhætt er að nota efnið daglega. Þetta eru þrjú mismunandi efni sem vinna saman:

  • BUILD – Er borið í þar sem hárið er þynnra og þarfnast aukinnar fyllingar
  • FIX – Hairmaker Fix er notað til að móta hárið og festa BUILD í hárinu fyrir daginn
  • WASH – Er notað eftir daginn til að undirbúa hárið fyrir nýjan Hairmaker dag

Byrjunarpakkinn er á kr 13.200 og hægt er að velja um 5 mismunandi liti.

Tangle Teezer

Tangle Teezer

Medulla hefur hafið sölu á hinum vinsæla Tangle Teezer hárbursta. Hann er einstakur í því að greiða úr hárflækjum án þess að reita, skemma eða toga í hárið. Tangle Teezer er frábær fyrir allar hárgerðir og hvort sem að hárið er þurrt eða blautt.

Eiginleikar:

  • Frábær bursti fyrir alla, sérstaklega börn og gervihár (hárlengingar).
  • Fullkomin bursti hvort sem að hárið er blautt eða þurrt.
  • Fallegir litir og flækjulaust hár.

Burstinn fæst í nokkrum litum og kostar kr 3.880.