Chromatics – nýjir litir frá Redken

Við á Medullu notum liti frá Redken: Color Fusion, Cover Fusion, EQ shades, EQ créme. En nýjasta viðbótin frá þeim eru Redken Chromatics – litir framtíðarinnar.

Chromatics litirnir eru lyktarlausir og án ammoníaks. Þeir fara betur með hárið því ný tækni (ODS2) hefur verið notuð til að virkja litinn. ODS stendur fyrir Oil Delivery System og er það olían sem sér um að opna hárið og ýta litnum inn í það. Litirnir eru próteinmiklir og skilur hárið allt að 2x sterkara eftir lit.

Við fórum á litanámskeið hjá Redken í september sl. erum við komin með nokkra liti frá Chromatics til að prufa. Við erum búin að setja í 3 módel og hafa þeir komið rosa vel út. Við settum í þrennar ólíkar hártýpur og í öllum tilfellum huldi liturinn vel og voru 2 módel með 40-50% grátt hár. Litirnir eru ofsalega glansmiklir og fallegir.

Chromatics litirnir eru væntanlegir á næsta ári.