Nýtt merki komið í hillurnar hjá okkur

Fyrir jólin tókum við inn nýja vörulínu frá Svíþjóð og hefur hún strax náð miklum vinsældum

         Maria Nila

  • Vörurnar eru allar vegan
  • 100% paraben og súlfat fríar
  • Hafa ekki verið prófaðar á dýrum
  • Innihalda UV vörn sem verndar fyrir hita (hárblásari og sléttujárn) og sól, þar af leiðandi helst litur betur í hárinu og heldur meiri gljáa

Við mælum með að þið kíkið á heimasíðu Maria Nila og kynnið ykkur vörurnar, annars er líka alltaf hægt að kíkja á okkur til að fá ráðgjöf um hvað hentar best ykkar hári

 

 

FRIZZ DIMISS

Frizz dismiss er glæný lína frá Redken sem inniheldur sjampó, næringu, djúpnæringa maska, leave-in sprey næring og krem leave-in næring. Þessi lína hentar öllum hártegundum en á sérstaklega vel við hár sem er úfið, órólegt, þurrt og viðkæmt.
Frizz dismiss róar hárið, veitir góðan raka, veitir rakavörn og hefur stjórn á úfnu krulluðu hári. Þú munt sjá allt að 85%* árangur strax eftir fyrstu notkun. Í leave-in næringunni er hitavörn sem er frábært, þá er hægt að spreyja eða setja krem í blautt hárið blása og slétta/krulla hárið einn tveir og tíu.

Þetta er klárlega lína sem við mælum með fyrir alla.

 

 

WOW root cover up

Color WoW er það heitasta hjá okkur í dag ! 🙂
DSC_0095largercompactsplit (1)

Color WoW er hárskuggi fyrir þær sem vilja redda sér milli litanna.
Hárskugginn er borin í rótina með meðfylgjandi bursta og aðeins sett þar sem sést mest í rótina eins og í skiptingu og við andlit.
Color WoW fæst í 6 mismunandi litu sem ætti því að henta öllum , Þvæst úr í næsta þvotti og helst vel á allan daginn.
Hárskugginn þekur grá hár og lýsir dökka rót.

Color WoW er því alveg ómissandi í töskuna.

hér fylgir smá myndband með svo þið sjáið hvernig þetta virkar 🙂

Diva Bylgju/krullu járn

Mig langar svo að segja frá uppáhalds járninu mínu þessa dagana 🙂

Diva Bylgju járnið!

1470241_554814734607603_831285309_n

Þetta járn er bæði bylgju og krullujárn.
Ég set myndband neðst svo þið fáið smá hugmynd hvernig það er notað en fyrst ætla ég að sýna nokkrar flottar myndir þar sem notað er bylgjujárnið 🙂

248255_147296775343740_4549581_n

Þessi skvísa er með villtar bylgjur, allt hárið er bylgjað, hrist og greitt með fingrunum og túberað í lokin til að fá villta lookið 🙂

3cb06fdaf1f24c641de11633ba852c19
Vinkona mín Dianna Argon er gullfalleg með bylgjur. Hér hefur verið túberað rótin til að fá góða lyftingu eða blásið vel með stórum rúllubursta. Því næst hárið bylgjað mjúklega með því að klemma járninu lauslega 🙂 Næst er það greitt með fingrum eða mjög grófri greiðu. Gott er að nota olíu í lokinn til að fá meiri glans!

3594-kelly-brook-was-photographed-at-the-592x0-1
Þessi gullfallega stúlka notar sömu tækni og Dianna nema það er greitt vel í gegn með bursta (mæli með Tangle teezer) og dregið aðeins með olíu (t.d Luxe oil frá Wella pro)

Beyonce performs at Madison Square Garden in New York
Besta vinkona mín Beyonce með miðlungsstórar bylgjur. Þar er byrjað á því að fara mjúklega með bylgjujárnið við rótina 5-10 cm frá rót líka til að forðast að fá ekki of skarpa línu við rót. Svo er klemmt vel svo bylgjurnar verði enn meira áberandi og flottar. Hárið er hrist með fingrunum og notað smá hárkrem (t.d taming frá sebastian) og vola 🙂

alice_in_wonderland14
Lísa í Undralandi er með sömu aðferð og Beyonce bara grófara Bylgjujárn

1381422_556661001073980_748666784_n
Það er einnig hægt að gera rosa flottar greiðslur úr svona bylgjum hér er ein gullfalleg með mjúkar bylgjur

Í lokin ætla ég að láta fylgja myndband með þessu frábæra tæki. Ekki gleyma að nota góða hitavörn! 🙂

https://www.youtube.com/watch?v=CCxcuHJahmY

NÝTT* SP Luxeoil vörulína!

SP LUXEOIL vörulínan

4-skrefa meðferð sem á léttan en áhrifaríkann hátt byggir upp hárið með áherslu á verndun keratins

 Keratin Protect Shampo:

Fyrir létta en mikla lúxushreinsun. Shampo hentar öllu hári og hefur grunn að LuxeOil hárumhirðu með því að hreinsa vel uppsöfnuð efni úr hárinu. Við hreinsun smýgur keratin og panthenol inn í hárið og mynda prótein sem styrkir hárið

 Keratin Restore Djúpnæring :

Endurbyggir hárið strax við fyrstu notkun og bætir áferð þess. Djúpnæringin er létt, hentar öllu hári og gefur mikla næringu.

 Keratin boost essence:

Leave-in næring sem fer vel inn í hárið til að styrkja keratínið, mýkja og gefa góðan raka.
Eykur áhrif keratin protect shamposins í hárið. Einnig er gott að spreyja því í hár áður en það er klippt.

 

Val á Olíu:

Möguleiki A: LUXEOIL RECONSTRUCTIVE ELIXR

Einstök efnablanda olíunnar gerir það að verkum að hárið mýkist á aðeins nokkrum sekúndum án þess að vera þungt eða feitt.

Notist í rakt/þurrt hár fyrir mikla næringu og mýkt.
Möguleiki B: LUXEOIL LIGHT OIL KERATIN PROTECT SPRAY

Mjög létt olía, nærir fíngert hár og gerir það geislandi. Léttasta argan olían á markaðnum. Notist í rakt hár fyrir þurrkun og spreyið létt yfir þurrt hár að lokum.

Screen Shot 2013-10-30 at 2.45.31 PM

Diamond oil – Redken

Vorum að taka upp:

NÝJA DIAMOND OIL frá Redken

Óbjótandi styrkur. Marghliða glans.
Olíu-uppbyggð hárvörulína sem er einstök sinnar tegundar fyrir allar hárgerðir og meðalið við líflausu/skemmdu hári.

Diamond oil inniheldur einstaka Interlock Protein Network frá Redken sem styrkir á meðan Shine Strong Complex flytur nærandi blöndur af olíum í hárið.

3x sterkara hár

3x meiri næring

2x meiri glans

3x minna brot í hári

 

Diamond inniheldur 3 gerðir af olíum

Kamelína olía: fyllir upp sprungur í ystalaginu og mýkir

Apríkósu olía: fer inn í kjarnann og nærir innanfrá

Kóriander Olía: Mýkir ysta lagið til að fá meiri glans

Olíurnar eru sérhönnuð blanda af silikonlausum olíum sem gerir það að verkum að þær ná alla leið inn í kjarna hársins og virkni þeirra endist lengur.

Tvær olíur hafa komið í þessari línu

Diamond oil Shatterproof shine eru fyrir fíngert/miðlungs hár

Diamond oil Shatterproof shine intense er fyrir góft hár

Screen Shot 2013-10-23 at 3.28.09 PM

Olíurnar má nota á margvísilegan hátt sem dæmi :

Fyrir blástur/þurrkun: myndar vörn gegn hitatækjum, losar flækjur og mýkir

í hársvörð og hár : jafnar rakastig hársins og hársvarðar

Með maska/djúpnæringu: gefur mikinn raka

Meðferð yfir nótt: gerir við hárið meðan þú sefur

 

Shampo:Inniheldur olíur sem mýkir styrkir og gefur endingagóðan glans.

 Næring : Leysir flækjur og eykur gláa. Olíurnar hjúpa hárið sem hindra skaða við notun hitatækja eða bursta. Verndar hárið frá því að brotna eða ofþorna.

 Deep facets (Maski): Olían þrýstist inn í hárstráið til að endurgefa því líf og glans. Mýkir hárið. Inniheldur litavörn.

Screen Shot 2013-10-28 at 11.41.48 AM

Nioxin – ný vörulína gegn hárlosi

Nú á dögunum tókum við á Medullu inn nýja vörulínu, Nioxin, sem hefur verið leiðandi gegn hárlosi og hárþynningu. Nioxin var stofnað árið 1987 og hefur verið í stöðugri þróun síðan og mikil reynsla komin á notkun hennar. Nioxin fékk “Stylist Choice Awards” verðlaunin, 11 ár í röð, sem gefur til kynna hversu öflug varan er.

Til eru 6 mismunandi meðferðir gegn hárlosi/þynningu. Hver meðferð hefur sérstöðu í uppbyggingu hársins og er hún valin af fagmanni, fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Til að sjá sem mestan árangur er byrjað á 30 daga kúr sem inniheldur sjampó, næringu og vökva sem skilinn er eftir í hárinu. Eftir þessa 30 daga og viðskiptavinur sér mun á hárinu, kemur hann og fær viðeigandi leiðbeiningar frá sínum fagmanni. Ef ekki sést árangur eftir þessa 30 daga er fullri endurgreiðslu heitið.

Könnun var gerð á meðal þeirra sem keyptu Nioxin og eftir 4 vikna notkun sáu 72% hárið þykkna, 71 % sáu þéttari hárvöxt, 79% sáu meiri fyllingu. Ef að þörf er á, er um að gera að kynna sér þessa vöru betur hjá okkur.

 Nioxin-System-1

 

Nýjar vörur frá Wella Professional

Við höfum ekki verið með vörur frá Wella Professional en við kolféllum fyrir tveimur nýjum vörum frá þeim.

Wella Professionals Oil Reflections: Það sem gerir þessa olíu svo frábæra er að hún inniheldur E vítamín, avocado olíu og macadamiufræ olíu. Hún er gerð til að draga fram þinn náttúrulega glans og lyktin er dásamleg. Oil Reflections hentar í allar hárgerðir.

System Professionals (SP) LUX Oil: Hún er meiri viðgerðarolía en Wella Reflections olían. Hárið verður allt að 10x sterkara með henni og vörnin gegn próteini hársins (keratin) er 3x meiri en í öðrum olíum. Hárið verður mjúkt og þæginlegt að eiga við. LUX olían er létt og hentar frekar í fínt og mjög efnaunnið hár.

Sjón er sögu ríkari. Ef þið viljið prufa og kynna ykkur þetta nánar þá er um að gera að kíkja við hjá okkur á Medullu.

Sjávarsaltspray frá Muk

Við á Medullu óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári.

Sjávarsalt spreyið frá MUK var að detta í hús hjá okkur. Þetta er snilldar efni í sjálfliðað hár eða permanentað hár, til að kalla fram krullurnar og gefa þeim kraft og matta áferð. Hárið verður ekki hart við sjávarsaltið en spreyjið gefur krullunum góða endingu. Það hentar bæði í blautt og þurrt hárið. Við á Medullu notum þetta mikið og hreinlega elskum það!

muk

Nýjar vörur frá Redken

Clean Brew – er nýtt herrasjampó. Það hreinsar vel hár og hársvörð. Undirstaðan í sjampóinu er appelsínubörkur, malt og ölger. Hentar í allar hártýpur.

07 Duo Shield – Nýtt blásturs efni sem er bæði krem og gel. Það verndar litinn í hárinu gefur góða fyllingu og gljáa. Til að fá bestu virknina er efnið sett í blautt hárið og blásið því það er hitinn sem virkjar efnið.