Nýjar vörur frá Wella Professional

Við höfum ekki verið með vörur frá Wella Professional en við kolféllum fyrir tveimur nýjum vörum frá þeim.

Wella Professionals Oil Reflections: Það sem gerir þessa olíu svo frábæra er að hún inniheldur E vítamín, avocado olíu og macadamiufræ olíu. Hún er gerð til að draga fram þinn náttúrulega glans og lyktin er dásamleg. Oil Reflections hentar í allar hárgerðir.

System Professionals (SP) LUX Oil: Hún er meiri viðgerðarolía en Wella Reflections olían. Hárið verður allt að 10x sterkara með henni og vörnin gegn próteini hársins (keratin) er 3x meiri en í öðrum olíum. Hárið verður mjúkt og þæginlegt að eiga við. LUX olían er létt og hentar frekar í fínt og mjög efnaunnið hár.

Sjón er sögu ríkari. Ef þið viljið prufa og kynna ykkur þetta nánar þá er um að gera að kíkja við hjá okkur á Medullu.