Nioxin – ný vörulína gegn hárlosi

Nú á dögunum tókum við á Medullu inn nýja vörulínu, Nioxin, sem hefur verið leiðandi gegn hárlosi og hárþynningu. Nioxin var stofnað árið 1987 og hefur verið í stöðugri þróun síðan og mikil reynsla komin á notkun hennar. Nioxin fékk “Stylist Choice Awards” verðlaunin, 11 ár í röð, sem gefur til kynna hversu öflug varan er.

Til eru 6 mismunandi meðferðir gegn hárlosi/þynningu. Hver meðferð hefur sérstöðu í uppbyggingu hársins og er hún valin af fagmanni, fyrir hvern viðskiptavin fyrir sig. Til að sjá sem mestan árangur er byrjað á 30 daga kúr sem inniheldur sjampó, næringu og vökva sem skilinn er eftir í hárinu. Eftir þessa 30 daga og viðskiptavinur sér mun á hárinu, kemur hann og fær viðeigandi leiðbeiningar frá sínum fagmanni. Ef ekki sést árangur eftir þessa 30 daga er fullri endurgreiðslu heitið.

Könnun var gerð á meðal þeirra sem keyptu Nioxin og eftir 4 vikna notkun sáu 72% hárið þykkna, 71 % sáu þéttari hárvöxt, 79% sáu meiri fyllingu. Ef að þörf er á, er um að gera að kynna sér þessa vöru betur hjá okkur.

 Nioxin-System-1