Fermingargreiðslurnar í ár

Þá er fermingarstússið búið og tilvalið að setja inn myndir af þessum fallegu fermingarstelpum sem við greiddum í vor.
Krullur eru enn inn eins og í fyrra en mis miklar sumar með mjög miklar og aðrar með fallega liði.
Mikið var um hárskraut og þá sérstaklega hárbönd 🙂

fermingarstelpa3 fermingarstelpa2

fermingarstelpa fermingarstelpa4

fermingarstelpa5
Hér var hárið túberað og gert fallega hæð, lokkarnir eru svo krossaðir yfir hvorn annan og brjóta fallega upp á greiðsluna.
Hún er með mjúka meðalstóra liði og til að toppa er sett smá skraut.

birtaferming3fermingbirta2 fermingbirta
Birta okkar var með mikla liði og notuðum við Bylgjujárnið góða frá Diva.
Hristi svo vel í krullunum svo þær falli vel saman því næst tek ég 2 lokka sitthvoru megin við skiptingu og flétta þá bara venjulega (ekki fasta)
sný þeim svo saman og tosa þær út og festi eins og ég vil fá þær út svo þar snúist flott upp á hvor aðra.
Birta er með falleg lítil blóm inní fléttunni sinni, best er að nota lítil blóm þegar verið er að gera svona litla fléttu svo hún fái nú að njóta sín 🙂

Glóeyferming Glóeyferming4
glóeyferming3 glóeyferming1
Glóey er með með meðalstóra liti sem ég dreg svoldið úr með því að tosa aðeins í hárið.
Einnig er hún með fallegt skraut sem hún kom með sem eru blómaspennur sem hún festi á band ótrúlega fallegt og sumarlegt 🙂

hebaferming3 hebaferming2 Hebaferming
Waterfall fléttan klikkar aldrei! Heba okkar er með waterfall fléttu og smáa liði sem ég dró aðeins úr.
Og punkturinn yfir i-ið er auðvitað smá blóm í hárið til að lífga upp á greiðsluna 🙂

Sólbjörtferming sólbjörtferming4

sólbjörtferming3 Sólbjörtferming2
Sólbjört okkar vissi alveg hvað hún vildi! Kom með síða þykka hárið sitt , það er ekki leiðinlegt að greiða þessari stúlku.
En hún vildi fá slaufu ásamt því að fá fallega liði í hárið. Slaufan er flott og gerir greiðsluna einstaka.

sigríðurferming2 Sigríðurferming
Sigriðurferming3 sigridurferming4
Sigríður okkar vildi fá mikla liði sem er mjög smart í stíl við blómahárskrautið sem hún gerði sjálf!
Klárar þessar stelpur 😉

helgakristinferming5 helgakristinferming4
helgakristinferming3 helgakristinferming2 helgakristinferming
Helga Kristín kom í gullfallegum kjól og við vorum alveg dolfallnar yfir þessum fallega kjól
En Helga er með snúningsfléttu sitthvoru megin við skiptingu og nokkra skrautsteina þar sem flétturnar koma saman.
Svo er hún krulluð með meðalstóru járni og er því með fallega mjúka liði.

svalaferming svalaferming2 svalaferming3

Svala er með waterfall fléttu sem sameinast við snúningsfléttu, einnig er hún með fallega stóra liði.

fermingarstelpa fermingarstelpa2
Ein skvísa bættist í hópin til okkar í ágúst, með fallega stóra liði og einfalda fléttu yfir.

Þá eru myndirnar af fermingarstelpunum okkar komnar

en ekki má gleyma mömmunum þær verða jú líka að vera gellur.

móðirferming3 móðirferming2 móðirferming
lág tögl eru mikið inn núna og ennþá flottari ef þau eru lífleg eins og þetta tagl. Hárið er túberað til að gera meiri hæð og krullað til að fá fallega hreyfingu.
Ekki gleyma að fela teygjuna með lokk af hári 🙂

Takk fyrir mig

Hafdís Þ