Diva Bylgju/krullu járn

Mig langar svo að segja frá uppáhalds járninu mínu þessa dagana 🙂

Diva Bylgju járnið!

1470241_554814734607603_831285309_n

Þetta járn er bæði bylgju og krullujárn.
Ég set myndband neðst svo þið fáið smá hugmynd hvernig það er notað en fyrst ætla ég að sýna nokkrar flottar myndir þar sem notað er bylgjujárnið 🙂

248255_147296775343740_4549581_n

Þessi skvísa er með villtar bylgjur, allt hárið er bylgjað, hrist og greitt með fingrunum og túberað í lokin til að fá villta lookið 🙂

3cb06fdaf1f24c641de11633ba852c19
Vinkona mín Dianna Argon er gullfalleg með bylgjur. Hér hefur verið túberað rótin til að fá góða lyftingu eða blásið vel með stórum rúllubursta. Því næst hárið bylgjað mjúklega með því að klemma járninu lauslega 🙂 Næst er það greitt með fingrum eða mjög grófri greiðu. Gott er að nota olíu í lokinn til að fá meiri glans!

3594-kelly-brook-was-photographed-at-the-592x0-1
Þessi gullfallega stúlka notar sömu tækni og Dianna nema það er greitt vel í gegn með bursta (mæli með Tangle teezer) og dregið aðeins með olíu (t.d Luxe oil frá Wella pro)

Beyonce performs at Madison Square Garden in New York
Besta vinkona mín Beyonce með miðlungsstórar bylgjur. Þar er byrjað á því að fara mjúklega með bylgjujárnið við rótina 5-10 cm frá rót líka til að forðast að fá ekki of skarpa línu við rót. Svo er klemmt vel svo bylgjurnar verði enn meira áberandi og flottar. Hárið er hrist með fingrunum og notað smá hárkrem (t.d taming frá sebastian) og vola 🙂

alice_in_wonderland14
Lísa í Undralandi er með sömu aðferð og Beyonce bara grófara Bylgjujárn

1381422_556661001073980_748666784_n
Það er einnig hægt að gera rosa flottar greiðslur úr svona bylgjum hér er ein gullfalleg með mjúkar bylgjur

Í lokin ætla ég að láta fylgja myndband með þessu frábæra tæki. Ekki gleyma að nota góða hitavörn! 🙂

https://www.youtube.com/watch?v=CCxcuHJahmY