Sebastian og Lux oil jólapakkar 2018

Sebastian

Í ár er Penetrait sjampo og næring í pakka á tilboði hjá okkur í fallegum jólakassa.
Penetrait línan hentar einstaklega vel efnaunnu hári sem er þurrt og skemmt. Þessi lína gefur góðan raka og verndar hárið.

SP Lux oil

Sp Lux oil er æðisleg lína sem kom til okkar fyrst fyrir rúmum 5 árum hún er æðisleg og rík af argan olíu. Lyktin af olíunni er æðisleg og þessi vörulína hentar öllum hártegunum.
Í jólakassanum er sjampo og næring og því fylgir olía í ferðaglasi.

MariaNila Jólapakkar 2018

Maria Nila

Í ár eru jólapakkarnir svipaðir og í fyrra þar sem sápan sem fylgdi með var svo brjálaðslega vinsæl.

Repair:
Er viðgerðarlína sem styrkir hárið. Hentar vel í skemmt og efnaunnið hár.

Heal:
Er einstaklega góð lína fyrir þá sem eru að glíma við hársvarðarvandamál eins og flösu, psoriasis í hársverði og fleira. Þessi lína vinnur vel á vandamálunum er bólgueiðandi , hjálpar við hárvöxt.

Soft:
Gerir hárið silkimjúkt og glansandi hentar öllum hártegundum.

Volume:
Er lína sem gefur góða lyftingu, góð fyrir fíngert hár.

Silver:
Blátt sjampo sem eyðir óæskilegum gulum undirtónum í hárinu. Hentar vel í ljóshærðar sem vilja halda köldum blæ í hárinu og hentar einnig dökku hári til að taka burt orange tóna.

Color:
Viðheldur litnum og gefur hárinu góðan glans. Hentar vel í litað hár.

Einnig var að koma nýtt í jólapakkana ef þú kaupir Heal eða Soft maska þá fylgir fallegt kerti með frá Maria Nila.

Maria Nila dagurinn!

Dagurinn heppnaðist ekkert smá vel og við lærðum helling af Fríðu frá Regalo! Margir komu við og fengu kaupauka og fræðslu um vörurnar – við lékum okkur með litanæringarnar og drógum út í Facebook leiknum!

-Læt fylgja nokkrar myndir frá deginum ☺️

WOW root cover up

Color WoW er það heitasta hjá okkur í dag ! 🙂
DSC_0095largercompactsplit (1)

Color WoW er hárskuggi fyrir þær sem vilja redda sér milli litanna.
Hárskugginn er borin í rótina með meðfylgjandi bursta og aðeins sett þar sem sést mest í rótina eins og í skiptingu og við andlit.
Color WoW fæst í 6 mismunandi litu sem ætti því að henta öllum , Þvæst úr í næsta þvotti og helst vel á allan daginn.
Hárskugginn þekur grá hár og lýsir dökka rót.

Color WoW er því alveg ómissandi í töskuna.

hér fylgir smá myndband með svo þið sjáið hvernig þetta virkar 🙂

Nioxin – Diaboost

Við elskum að fá nýjar vörur!
Þessi þurfti ekki að fá langan prufutíma hjá okkur því við kolféllum fyrir Nioxin Diaboost.
nioxindiaboost
Nioxin hefur sérhæft sig í hári sem þynnist í yfir 25 ár. Þeir huga því sérstaklega að hársverðinum.
Diaboost eykur umfang hvershárs, styrkir hárið og gerir það meðfærilegra og gefur hárinu þéttara útlit.
NIOXIN
Flestum þykir mikilvægt að sjá árangur sem fyrst. Með Diaboost sjást áhrif vörunnar um leið og hárið fær þykkara útlit.
Diaboost hentar einstaklega vel þeim sem eru í Nioxin meðferðinni en er einnig góð ein og sér.

Notkun :
Spreyið í rótina þegar hárið er rakt. Ráðlagt er að nota 5-6 úða og spreya nálægt rótinni.
Nuddið hársvörðinn vel í eina mínutu og dreifið efninu vel.
Greiðið í gegn um hárið og blásið.

Að lokum hér er frábært myndband þar sem helmingurinn af hárinu er blásið með Diaboost
Þvílíkur munur 🙂

NÝTT* SP Luxeoil vörulína!

SP LUXEOIL vörulínan

4-skrefa meðferð sem á léttan en áhrifaríkann hátt byggir upp hárið með áherslu á verndun keratins

 Keratin Protect Shampo:

Fyrir létta en mikla lúxushreinsun. Shampo hentar öllu hári og hefur grunn að LuxeOil hárumhirðu með því að hreinsa vel uppsöfnuð efni úr hárinu. Við hreinsun smýgur keratin og panthenol inn í hárið og mynda prótein sem styrkir hárið

 Keratin Restore Djúpnæring :

Endurbyggir hárið strax við fyrstu notkun og bætir áferð þess. Djúpnæringin er létt, hentar öllu hári og gefur mikla næringu.

 Keratin boost essence:

Leave-in næring sem fer vel inn í hárið til að styrkja keratínið, mýkja og gefa góðan raka.
Eykur áhrif keratin protect shamposins í hárið. Einnig er gott að spreyja því í hár áður en það er klippt.

 

Val á Olíu:

Möguleiki A: LUXEOIL RECONSTRUCTIVE ELIXR

Einstök efnablanda olíunnar gerir það að verkum að hárið mýkist á aðeins nokkrum sekúndum án þess að vera þungt eða feitt.

Notist í rakt/þurrt hár fyrir mikla næringu og mýkt.
Möguleiki B: LUXEOIL LIGHT OIL KERATIN PROTECT SPRAY

Mjög létt olía, nærir fíngert hár og gerir það geislandi. Léttasta argan olían á markaðnum. Notist í rakt hár fyrir þurrkun og spreyið létt yfir þurrt hár að lokum.

Screen Shot 2013-10-30 at 2.45.31 PM

Fermingargreiðslur 2013


“Hérna eru þær greiðslur sem við höfum gert þetta árið. Fleiri myndir koma inn þegar fermingarnar eru búnar. Krullur, fléttur, snúningar er það sem er heitast, ekkert ósvipað og var í fyrra.”

From Fermingargreiðslur 2013, posted by Medulla Hársnyrtistofa on 4/30/2013 (13 items)

Generated by Facebook Photo Fetcher 2


Nýtt frá Sebastian

Trilliance línan gefur meiri glans og glæsileika en áður hefur sést. Þessi lína kemur í staðin fyrir Sebastian Light.

Trilliance línan hentar fyrir allar gerðir hárs og gefur góðan gláa. “Rock crystal” formúla er það sem einkennir línuna.

Einnig kom nýtt vax í sömu línu “Shine crafter”. Shine crafter er hægt að nota á marga vegu bæði rakt og þurrt hár sem blástursefni og mótunarvara.

Trilliance er á tilboði nú fyrir jólin. Sjampó, næring og Shine crafter á 7330, þá er sjampóið í kaupbæti.