Nýtt merki komið í hillurnar hjá okkur

Fyrir jólin tókum við inn nýja vörulínu frá Svíþjóð og hefur hún strax náð miklum vinsældum

         Maria Nila

  • Vörurnar eru allar vegan
  • 100% paraben og súlfat fríar
  • Hafa ekki verið prófaðar á dýrum
  • Innihalda UV vörn sem verndar fyrir hita (hárblásari og sléttujárn) og sól, þar af leiðandi helst litur betur í hárinu og heldur meiri gljáa

Við mælum með að þið kíkið á heimasíðu Maria Nila og kynnið ykkur vörurnar, annars er líka alltaf hægt að kíkja á okkur til að fá ráðgjöf um hvað hentar best ykkar hári

 

 

FRIZZ DIMISS

Frizz dismiss er glæný lína frá Redken sem inniheldur sjampó, næringu, djúpnæringa maska, leave-in sprey næring og krem leave-in næring. Þessi lína hentar öllum hártegundum en á sérstaklega vel við hár sem er úfið, órólegt, þurrt og viðkæmt.
Frizz dismiss róar hárið, veitir góðan raka, veitir rakavörn og hefur stjórn á úfnu krulluðu hári. Þú munt sjá allt að 85%* árangur strax eftir fyrstu notkun. Í leave-in næringunni er hitavörn sem er frábært, þá er hægt að spreyja eða setja krem í blautt hárið blása og slétta/krulla hárið einn tveir og tíu.

Þetta er klárlega lína sem við mælum með fyrir alla.

 

 

Jólagjafa hugmyndir :)

Já við vitum sko alveg að það getur verið erfitt að finna jólagjöf handa elskunni 🙂

Hér eru frábærar gjafir fyrir bæði hann og hana 🙂

1.
seba100

Tilboðspakki frá Sebastian
1. Penetraitt shampo og næring ásamt leave-in næringunni Potion 9
frábær þrenna fyrir efnaunnið hár

2. Trilliance shampo og næring ásamt shine saker glans spreyi
gefur flottan glans

3. Volupt shampo og næring ásamt thickening foam
frábært til að gefa fyllingu og lyftingu í fíngert hár

2.
jolaluxsmo
Gullið okkar 🙂 SP Luxe línan frá wella er æðisleg og ilmar ekkert smá vel:)
Vinsælasta Olían okkar, maski og shampo á frábæru tilboðs verði! klikkar ekki 🙂

3.
herralina
Einstaklega vel vönduð herralína frá Redken
Clean brew shampo Undirstaðan í sjampóinu er appelsínubörkur, malt og ölger
Stand tough gott sterkt gel. Og með fylgir flott herrataska.

4.
Matrix duo
Matrix parið shampo og næring saman í pakka á 4.400-
Amplify : fyrir allar gerðir
Sleek look: rakagefandi , gefur góða næringu sérstaklega góð fyrir efnaunnið hár
Color Care: fyrir litað hár
Curl: fyrir krullurnar 🙂

5.
redkentilboð
Redken jólapakki

1. Body full shampo og næring ásamt Thickening lotion 06. Gefur góða fyllingu og loft.
Frábært í fíngert hár
2. Nýja Diamond línan fyrir fíngert hár shampo og næring ásamt glans spreyi. Gefur fíngerðu hári
ótrúlega flottan glans og góða lyftingu. (uppseld)
3. Color extend shampo og næring verndar litinn í hárinu ásamt Pure force 20 hárlakk.

6.
gjafabref
Að sjálfsögðu erum við með gjafabréf fyrr þá sem geta ekki valið 🙂
Gjafabréfið er hægt að nota bæði fyrir vörur og þjónustu.

medulluselfie

Gleðileg Jól!
Kveðjur frá Medullu skvísunum

Blonde Idol

Blonde Idol

HVERNIG VIRKAR CUSTOM-TONES NÆRINGIN?

FYRSTA NOTKUN (opnun á brúsanum-efnin stillt saman):

  1. Stilla á ”viku 6” og pumpa þar til litar-efnið byrjar að koma út .
  2. Færa tilbaka á ”viku 1” og pumpa þar til næringin kemur út .

Nú er búið að stilla bæði efnin saman og næringin tilbúin til notkunar.

LITAMAGN Í LÁGMARKI –NOTIST:
• Fyrstu 2 vikurnar
• Til að viðhalda ef tónninn er réttur

MIÐLUNGS LITAMAGN- NOTIST:
• 3-4 vikum eftir litun
• Þegar litur hefur aðeins dofnað eftir sól
eða sund

LITAMAGN Í HÁMARKI:
• 5-6 vikum eftir litun
• Þegar liturinn hefur fengið gullin tón eða vantar dýpt eftir mikla sól eða sund
—————————–

Blonde Idol kemur bæði fyrir gylltar og kaldar ljóskur.

24e88499ec8a19b876a4299fa046112f
silfraðar
Kaldar

redken gyllt
gylltar
Gylltar

Blonde-Idol-Family-smaller(pp_w419_h393)
Blonde Idol línan í heild sinni

Eins og sjá má er einnig til Shampo fyrir ljóst hár, Djúpnæringarmaski og Leave-In næring.

Hársýning

10 Oktober síðastliðinn hélt Meistarafélag hársnyrtisveina á norðurlandi hársýningu ásamt
nemendum á 3. önn í VMA og eftirtöldum stofum:

Screenshot 2014-10-21 11.37.46
í samstarfi við
Screenshot 2014-10-21 11.40.38

Sýningin var haldin í minningu Kjartans Einars Hafsteinssonar sem hefði orðið fertugur á árinu.
Um 50 módel tóku þátt bæði strákar og stelpur.

Hér eru nokkrar myndir af sýningunni og undirbúning sýningannar:

IMG_0998 IMG_0999 IMG_1001
Saga okkar með fade litatækni

IMG_2377
Fyrirmynd af módelinu hennar Maggýar ( þriðja annar nema)

IMG_2380IMG_2381 IMG_2383
IMG_2384 IMG_2386
eftir mynd

IMG_238820141010_201423
Sigga kling var kynnir kvöldsins

20141010_201902
Ingibjörg móðir Kjartans hafði ekki hugmynd um að þessi sýning væri og því komu dæturnar henni á óvart , stálu af henni dagskránni sem innihélt auglýsingu um viðburðinn og dróu hana með sér á Glerártorg þar sem hár og tískusýningin var haldin. Og það kom því henni verulega á óvart að sjá mynd af Kjartani upp á vegg.

20141010_200536
20141010_211026  20141010_211100 syningbryndis syningbryndis2 Bryndis3 thumbnail1413286236333
thumbnail1413286221514 20141010_211043
Hafdís frænka Kjartans tók 2 lög á sýningunni ásamt litlu hljómsveitinni sinni.
Fyrra lagið var Haleluja sem var uppáhalds lag Kjarra , seinna lagið var lag sem hljómsveitin tók á Nótunni 2014 (uppskeruhátið tónlistarskólanna)
image-2 imageimage-1image-3
Hér er módelið hennar Ólöfar (þriðja annar nema)

syningbryndis syningbryndis2
syningtelmaogrut
þessar fallegu mæðgur voru einnig módel hjá okkur 🙂 Rut og Telma 😉

Í lokin viljum við þakka hársnyrtistofunum sem tóku þátt. Dóra í Imperial og öllu hans starfsfólki. Siggu Kling sem var kynnir kvöldsins. Lindu og Dabba Rún frá Viðburðarstofunni og Davíð Inga fyrir hans framlag. Ekki má gleyma nemendum á 3 önn í VMA og öllum módelunum. Hljómsveitartríóinu þar sem Hafdís , Brynjar og Hjörtur spiluðu ljúfa tóna. Síðast en ekki síst þeim sem komu og nutu 🙂
skvísuratorgi (1)
Takk fyrir okkur 🙂

Breytt útlit

Í tilefni dömulegra dekurdaga tókum við þátt í Extreme makeover.

Þar skráðu sig fullt af flottum konum, mæðgur, systur , vinkonur.
Dregið var út og þær systur Ingibjörg og Birna voru svo heppnar að vera dregnar.

Dömurnar byrjuðu á því að koma til okkar í Litun og klippingu.

Þar sem Hafdís tók að sér að breyta Ingibjörgu og Þóra breytti Birnu

IMG_2357IMG_2356IMG_2358
Hér er Ingibjörg fyrir breytingu

IMG_2361 IMG_2360 IMG_2359
Hér er Birna fyrir breytingu

IMG_2363 Það var sko mikið stuð hjá okkur 🙂 ný búnar að vera í viðtali hjá N4

IMG_2365
Ingibjörg var klippt alveg stutt í hnakka með flottan bob fíling þar sem hárið er styttra að aftan og síðara að framan
Ingibjörg er alveg pottþétt kopartýpa og því notuðum við sterkan kopar í allt hárið en á hliðar og part af topp notuðum við nýja tækni sem Hafdís og Hulda lærðu í London í september , þar sem aðeins endarnir eru litaðir aðeins ljósari með V aðferð og kemur því út eins og smá hreyfing í hárið.
Ótrúlega smart og einfalt.
Einnig getur hún breytt skiptingu eftir hvort hún vill vera dekkri yfir og ljós undir eða ljós yfir og dökk undir.

IMG_2367 IMG_2366
Birna var klippt axlasítt og tjásuð vel til að opna við andlitið og settar styttur til að fá betri lyftingu.
Fade litatækni var notuð í Birnu þar sem hún er dekkri við rót og útlínur, fer svo smám saman ljósara út í enda. Svipað og Ombre en mun mildari og eðlilegri.
Þetta var einnig eitthvað sem Hafdís og Hulda sáu mikið á námskeiðinu í London.

IMG_2376 IMG_2375 IMG_2374 IMG_2373
Hér er Ingibjörg okkar tilbúin , og nú er bara senda hana í andlitsbað og lit og plokk á Aqua spa

IMG_2370 IMG_2368 IMG_2369
Hér er Birna okkar tilbúin. Þá er bara bíða og sjá hvað þær verðar flottar í nýjum fötum frá Centro og Imperial 🙂

Ingaogbirna2 ingaogbirna
Hér eru skvísurnar komnar , nýbúnar í viðtali hjá N4 þar sem Hafdís okkar greiddi þeim og Huld frá Jöru farðaði.

BirnaogIngibjörg
Í lokin kíktu þær á Glerártorg og stigu á svið með Siggu Kling.

Takk kærlega fyrir okkur, það er sko ekkert smá gaman að fá að taka þátt og breyta þessum stelpum.